Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2025 07:02 Rannsókn lögrelgu á máli Quangs Le er sögð sú umfangsmesta hér á landi. Bróðir hans og sambýliskona eru líka með réttarstöðu sakbornings. Vísir Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjölda úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem hafa verið birtir á netinu í máli Quangs Le, sem um tíma hét Davíð Viðarsson eftir nafnbreytingu. Þeir varða gæsluvarðhald og farbann sakborninga. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir í mars á síðasta ári þar sem Quang Le, sambýliskona hans og bróðir voru handtekin en þau eru öll með réttarstöðu sakbornings. Jafnframt fór lögreglan, með hjálp fjölda embætta og stofnana, í húsleitir víða um land vegna málsins. Í nýjasta úrskurðinum sem er aðgengilegur á netinu, sem er frá því byrjun apríl síðastliðnum, segir að nokkuð sé í að rannsókninni ljúki. Skipulögð brotastarfsemi, mansal, skjalafals, peningaþvætti og ólögleg sala dvalarleyfa sé til rannsóknar. Um sé að ræða umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi þar sem fjöldi hafi stöðu sakbornings og rúmlega þrjátíu með stöðu brotaþola. Þess má geta að í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Hafi þurft að greiða stóran hluta launanna til baka Vísað er í greinargerð lögreglu í þessum nýjasta úrskurði. Þar kemur fram að lögreglan hafi tekið skýrslur af rúmlega tuttugu starfsmönnum, sem eru Víetnamar sem störfuðu hér á landi hjá fyrirtækjum Quang Le. Þessir starfsmenn hafi flestir lýst því að þeir hefðu fengið 250 þúsund krónur í laun á mánuði, og allt umfram það hefðu þau þurft að afhenda Quang Le eða sambýliskonu hans. Gögn málsins sýni að starfsmennirnir hafi fengið um 420 þúsund krónur útborgaðar samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi, en þurft að greiða mismuninn til baka. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmennirnir hafi samþykkt þetta fyrirkomulag munnlega, en bent er á í greinargerðinni að 250 þúsund krónur sé langt yfir meðallaunum í Víetnam. Þeir hafi lýst því við lögreglu að þeir hafi ekki haft þekkingu á verðlagi á Íslandi áður en þeir komu og ekki áttað sig á því að umrædd laun væru í rauninni svona lág. Fram kemur að starfsmennirnir hafi sagst óttast að missa vinnuna ef þeir greiddu mismuninn ekki til baka til Quang Le. Þar að auki hafi starfsmennirnir lýst því að þau hafi unnið að lágmarki tólf klukkustunda vinnudaga, sex til sjö daga vikunnar allt árið um kring. Þá hafi þau ekki haft möguleika á sumarfríi. Fengu mat sem var óhæfur til neyslu Í eldri úrskurðum málsins er haft eftir starfsmönnunum að Quang Le, sambýliskona hans, og bróðir hefðu látið þá vinna í byggingarvinnu utandyra við fasteignir bræðranna án viðeigandi öryggisbúnaðar og klæðnaðar. Þá hefðu þeir lýst því að bróðirinn hefði gefið þeim afgangsmat af veitingastöðum til þess að borða í vinnunni en sá matur hafi verið „óhæfur til neyslu“. Einnig hafi verið greint frá því að vinnufyrirkomulagið hefði verið með þeim hætti að í upphafi hvers dags hafi starfsfólkið ekki vitað hvar það ætti að mæta til vinnu, en þau hafi síðan fengið skilaboð um það frá bróðurnum. Ekkert bíði þeirra í heimalandinu Því er lýst í umræddum úrskurðum að flestir þessara starfsmanna hafi sagst hafa selt aleigu sína í Víetnam til þess að greiða fyrir að koma til Íslands. Þar af leiðandi bíði þeirra ekkert í heimalandinu. Starfsmennirnir hefðu þurft að greiða Quang Le um átta milljónir króna og í staðinn hefði hann útvegað þeim fylgigögn og lagt inn umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi, og orðið þeim úti um vinnu. Í einum gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu er bent á að umsókn um dvalarleyfi á Íslandi kosti 16 þúsund krónur. Könnuðust ekki við menntunina sína Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum voru þessir starfsmenn með útgefið dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Það hafi verið vegna þess að þau hafi verið „menntaðir matreiðslumenn“. Til þess að sækja um dvalar-og atvinnuleyfi hér á landi þarf að leggja fram prófskírteini til þess að fá menntun viðurkennda á Íslandi. Fram kemur að lögregla hafi borið prófskírteini og önnur gögn undir starfsmennina og þeir flestir ekki kannast við að hafa þá menntun sem gögnin sögðu til um, né að þeir hefðu gengið í þá skóla sem gögnin stöfuðu frá. Þrátt fyrir það hafi nöfn og fæðingardagar þeirra komið fram á gögnunum. Haft er eftir lögreglunni að það ýti undir grun hennar um að Quang Le hafi framvísað fölsuðum gögnum til íslenskra yfirvalda til að liðka fyrir því að ráða fólkið á veitingastaði í hans eigu. Talið sé að hann hafi því í hagnaðarskyni aðstoðað útlendinga við að koma ólöglega til landsins. „Man ekki“ og „ég vil ekki svara“ Í einum gæsluvarðhaldsúrskurði er vísað til skýrslna sem teknar voru í mars í fyrra af sambýliskonu og barnsmóður Quang Le, sem er einn sakborninga málsins. Hún mun hafa sagst starfa í hlutastarfi við skúringar hjá fyrirtæki sambýlismannsins, og neitað sök varðandi mansal og peningaþvætti. Þá hafi hún sagst ekki hafa komið að því að taka við greiðslum frá fólki sem var að sækja um dvalar-og atvinnuleyfi á Íslandi. Þá hafi hún ekki viljað segja við hvað Quang Le starfaði, eða hvað hann gerði á daginn. Hún mun hafa sagst ekki vera skráð fyrir neinum fyrirtækjum. Lögreglan hafi þá sýnt henni gögn þar sem kom fram að hún væri einn eigenda eins fyrirtækisins sem er til rannsóknar í málinu. Hún hafi ekki viljað tjá sig um það. Í einni skýrslutökunni mun konan að mestu leyti hafa svarað spurningum lögreglu með svörunum „man ekki“ eða „ég vil ekki svara“. Hún hafi til að mynda ekki sagst muna hvað samstarfsfólk hennar héti. Jafnframt hafi hún verið spurð út í háar upphæðir sem voru millifærðar inn á og af bankareikningi hennar. Hún sagðist til að mynda ekki vita hvaðan tæpar tólf milljónir króna sem hafi verið lagðar inn á hana á tveggja ára tímabili kæmu. Hún hafi þó svarað því síðar að hún vissi ekki hvort um væri að ræða greiðslu fyrir dvalar- og atvinnuleyfi. Þá hafi hún sagst ekki vita hvers vegna hún millifærði tæplega nítján milljónir inn á fyrirtæki Quang Le árið 2022. Sögð sjá allt hjá tveimur fyrirtækjum Við húsleit sem var gerð á heimili hennar og Quang Le mun fartölva hafa fundist. Á skjá tölvunnar hafi sést beint streymi frá fyrirtæki í eigu hans, líklega gistiheimili. Konan var spurð hvers vegna hún væri að fylgjast með þessu úr herbergi sínu þar sem hún væri einungis í hlutastarfi hjá öðru fyrirtæki sambýlismannsins við skúringar. Hún hafi ekki viljað svarað því í fyrstu. Haft er eftir brotaþolum í málinu að konan sæi allt sem ætti sér stað þegar kæmi að umræddu fyrirtæki, og einu öðru, sem líka er í eigu Quang Le. Í annarri skýrslutöku hafi hún aftur verið spurð út í streymið og hún sagt að Quang Le notaði það aðallega til að sjá hvort gestir væru búnir að koma eða ekki. Kannaðist ekki við mágkonu sína og börn bróðurins Bróðir Quang Le, sem er með réttarstöðu sakbornings í málinu, mun hafa sagt í skýrslutökum við upphaf rannsóknarinnar að hann væri almennur starfsmaður hjá fyrirtæki bróður síns sem væri jafnframt yfirmaður hans. Hann mun hafa sagst ekki kannast við mágkonu sína, sambýliskonu og barnsmóður Quang Le og sagt bróður sinn vera einhleypan. Í greinargerð lögreglu er bent á að þau bæði, sambýliskonan og Quang Le, hefðu verið búin að lýsa því að þau væru par og byggju saman. Jafnframt hafi bróðirinn ekki sagst þekkja börn bróður síns. Hann mun hafa sagt að þegar hann kæmi í heimsókn til bróður síns væru margir þar og hann sæi bara andlitin þeirra, en talaði ekki mikið við þau, „bara í nokkrar mínútur“. Fram kemur að lögregla telji framburð bróðurins afar óskýran og ótrúverðugan. Til að mynda hafi hann sagst hafa sjaldan samband við bróður sinn, en hann væri skráður í stjórn fyrirtækja hans til að hjálpa honum. Þá hafi hann verið spurður út í vaktir starfsfólks fyrirtækja Quang Le og hann talað um að almennt talaði það sín á milli og ákvæði vaktafyrirkomulagið. Starfsfólkið hafi verið búið að lýsa honum sem yfirmanni hjá fyrirtækjum Quang Le, en hann hafi sagst kallaður til ef starfsfólkið væri ósammála, því þau hlustuðu á hann. Lögreglan telur það ótrúverðuga skýringu. Hann var einnig spurður út í millifærslur á háum upphæðum inn á og af reikningi sínum, og sagðist ekki muna hvers vegna þær hefðu átt sér stað. Foreldrar Quang Le sagðir skipta sér af Í einhverjum gæsluvarðhaldsúrskurðum er minnst á meint afskipti foreldra Quang Le og bróður hans eftir að málið kom upp í mars í fyrra. Þau eru til að mynda sögð hafa haft samband við einn brotaþola málsins og viljað hitta hann. Þá hafi þau reynt að fá upplýsingar um það hver kom fram undir leynd í umfjöllun RÚV um málið. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Lögreglumál Mansal Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjölda úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem hafa verið birtir á netinu í máli Quangs Le, sem um tíma hét Davíð Viðarsson eftir nafnbreytingu. Þeir varða gæsluvarðhald og farbann sakborninga. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir í mars á síðasta ári þar sem Quang Le, sambýliskona hans og bróðir voru handtekin en þau eru öll með réttarstöðu sakbornings. Jafnframt fór lögreglan, með hjálp fjölda embætta og stofnana, í húsleitir víða um land vegna málsins. Í nýjasta úrskurðinum sem er aðgengilegur á netinu, sem er frá því byrjun apríl síðastliðnum, segir að nokkuð sé í að rannsókninni ljúki. Skipulögð brotastarfsemi, mansal, skjalafals, peningaþvætti og ólögleg sala dvalarleyfa sé til rannsóknar. Um sé að ræða umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi þar sem fjöldi hafi stöðu sakbornings og rúmlega þrjátíu með stöðu brotaþola. Þess má geta að í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Hafi þurft að greiða stóran hluta launanna til baka Vísað er í greinargerð lögreglu í þessum nýjasta úrskurði. Þar kemur fram að lögreglan hafi tekið skýrslur af rúmlega tuttugu starfsmönnum, sem eru Víetnamar sem störfuðu hér á landi hjá fyrirtækjum Quang Le. Þessir starfsmenn hafi flestir lýst því að þeir hefðu fengið 250 þúsund krónur í laun á mánuði, og allt umfram það hefðu þau þurft að afhenda Quang Le eða sambýliskonu hans. Gögn málsins sýni að starfsmennirnir hafi fengið um 420 þúsund krónur útborgaðar samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi, en þurft að greiða mismuninn til baka. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmennirnir hafi samþykkt þetta fyrirkomulag munnlega, en bent er á í greinargerðinni að 250 þúsund krónur sé langt yfir meðallaunum í Víetnam. Þeir hafi lýst því við lögreglu að þeir hafi ekki haft þekkingu á verðlagi á Íslandi áður en þeir komu og ekki áttað sig á því að umrædd laun væru í rauninni svona lág. Fram kemur að starfsmennirnir hafi sagst óttast að missa vinnuna ef þeir greiddu mismuninn ekki til baka til Quang Le. Þar að auki hafi starfsmennirnir lýst því að þau hafi unnið að lágmarki tólf klukkustunda vinnudaga, sex til sjö daga vikunnar allt árið um kring. Þá hafi þau ekki haft möguleika á sumarfríi. Fengu mat sem var óhæfur til neyslu Í eldri úrskurðum málsins er haft eftir starfsmönnunum að Quang Le, sambýliskona hans, og bróðir hefðu látið þá vinna í byggingarvinnu utandyra við fasteignir bræðranna án viðeigandi öryggisbúnaðar og klæðnaðar. Þá hefðu þeir lýst því að bróðirinn hefði gefið þeim afgangsmat af veitingastöðum til þess að borða í vinnunni en sá matur hafi verið „óhæfur til neyslu“. Einnig hafi verið greint frá því að vinnufyrirkomulagið hefði verið með þeim hætti að í upphafi hvers dags hafi starfsfólkið ekki vitað hvar það ætti að mæta til vinnu, en þau hafi síðan fengið skilaboð um það frá bróðurnum. Ekkert bíði þeirra í heimalandinu Því er lýst í umræddum úrskurðum að flestir þessara starfsmanna hafi sagst hafa selt aleigu sína í Víetnam til þess að greiða fyrir að koma til Íslands. Þar af leiðandi bíði þeirra ekkert í heimalandinu. Starfsmennirnir hefðu þurft að greiða Quang Le um átta milljónir króna og í staðinn hefði hann útvegað þeim fylgigögn og lagt inn umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi, og orðið þeim úti um vinnu. Í einum gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu er bent á að umsókn um dvalarleyfi á Íslandi kosti 16 þúsund krónur. Könnuðust ekki við menntunina sína Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum voru þessir starfsmenn með útgefið dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Það hafi verið vegna þess að þau hafi verið „menntaðir matreiðslumenn“. Til þess að sækja um dvalar-og atvinnuleyfi hér á landi þarf að leggja fram prófskírteini til þess að fá menntun viðurkennda á Íslandi. Fram kemur að lögregla hafi borið prófskírteini og önnur gögn undir starfsmennina og þeir flestir ekki kannast við að hafa þá menntun sem gögnin sögðu til um, né að þeir hefðu gengið í þá skóla sem gögnin stöfuðu frá. Þrátt fyrir það hafi nöfn og fæðingardagar þeirra komið fram á gögnunum. Haft er eftir lögreglunni að það ýti undir grun hennar um að Quang Le hafi framvísað fölsuðum gögnum til íslenskra yfirvalda til að liðka fyrir því að ráða fólkið á veitingastaði í hans eigu. Talið sé að hann hafi því í hagnaðarskyni aðstoðað útlendinga við að koma ólöglega til landsins. „Man ekki“ og „ég vil ekki svara“ Í einum gæsluvarðhaldsúrskurði er vísað til skýrslna sem teknar voru í mars í fyrra af sambýliskonu og barnsmóður Quang Le, sem er einn sakborninga málsins. Hún mun hafa sagst starfa í hlutastarfi við skúringar hjá fyrirtæki sambýlismannsins, og neitað sök varðandi mansal og peningaþvætti. Þá hafi hún sagst ekki hafa komið að því að taka við greiðslum frá fólki sem var að sækja um dvalar-og atvinnuleyfi á Íslandi. Þá hafi hún ekki viljað segja við hvað Quang Le starfaði, eða hvað hann gerði á daginn. Hún mun hafa sagst ekki vera skráð fyrir neinum fyrirtækjum. Lögreglan hafi þá sýnt henni gögn þar sem kom fram að hún væri einn eigenda eins fyrirtækisins sem er til rannsóknar í málinu. Hún hafi ekki viljað tjá sig um það. Í einni skýrslutökunni mun konan að mestu leyti hafa svarað spurningum lögreglu með svörunum „man ekki“ eða „ég vil ekki svara“. Hún hafi til að mynda ekki sagst muna hvað samstarfsfólk hennar héti. Jafnframt hafi hún verið spurð út í háar upphæðir sem voru millifærðar inn á og af bankareikningi hennar. Hún sagðist til að mynda ekki vita hvaðan tæpar tólf milljónir króna sem hafi verið lagðar inn á hana á tveggja ára tímabili kæmu. Hún hafi þó svarað því síðar að hún vissi ekki hvort um væri að ræða greiðslu fyrir dvalar- og atvinnuleyfi. Þá hafi hún sagst ekki vita hvers vegna hún millifærði tæplega nítján milljónir inn á fyrirtæki Quang Le árið 2022. Sögð sjá allt hjá tveimur fyrirtækjum Við húsleit sem var gerð á heimili hennar og Quang Le mun fartölva hafa fundist. Á skjá tölvunnar hafi sést beint streymi frá fyrirtæki í eigu hans, líklega gistiheimili. Konan var spurð hvers vegna hún væri að fylgjast með þessu úr herbergi sínu þar sem hún væri einungis í hlutastarfi hjá öðru fyrirtæki sambýlismannsins við skúringar. Hún hafi ekki viljað svarað því í fyrstu. Haft er eftir brotaþolum í málinu að konan sæi allt sem ætti sér stað þegar kæmi að umræddu fyrirtæki, og einu öðru, sem líka er í eigu Quang Le. Í annarri skýrslutöku hafi hún aftur verið spurð út í streymið og hún sagt að Quang Le notaði það aðallega til að sjá hvort gestir væru búnir að koma eða ekki. Kannaðist ekki við mágkonu sína og börn bróðurins Bróðir Quang Le, sem er með réttarstöðu sakbornings í málinu, mun hafa sagt í skýrslutökum við upphaf rannsóknarinnar að hann væri almennur starfsmaður hjá fyrirtæki bróður síns sem væri jafnframt yfirmaður hans. Hann mun hafa sagst ekki kannast við mágkonu sína, sambýliskonu og barnsmóður Quang Le og sagt bróður sinn vera einhleypan. Í greinargerð lögreglu er bent á að þau bæði, sambýliskonan og Quang Le, hefðu verið búin að lýsa því að þau væru par og byggju saman. Jafnframt hafi bróðirinn ekki sagst þekkja börn bróður síns. Hann mun hafa sagt að þegar hann kæmi í heimsókn til bróður síns væru margir þar og hann sæi bara andlitin þeirra, en talaði ekki mikið við þau, „bara í nokkrar mínútur“. Fram kemur að lögregla telji framburð bróðurins afar óskýran og ótrúverðugan. Til að mynda hafi hann sagst hafa sjaldan samband við bróður sinn, en hann væri skráður í stjórn fyrirtækja hans til að hjálpa honum. Þá hafi hann verið spurður út í vaktir starfsfólks fyrirtækja Quang Le og hann talað um að almennt talaði það sín á milli og ákvæði vaktafyrirkomulagið. Starfsfólkið hafi verið búið að lýsa honum sem yfirmanni hjá fyrirtækjum Quang Le, en hann hafi sagst kallaður til ef starfsfólkið væri ósammála, því þau hlustuðu á hann. Lögreglan telur það ótrúverðuga skýringu. Hann var einnig spurður út í millifærslur á háum upphæðum inn á og af reikningi sínum, og sagðist ekki muna hvers vegna þær hefðu átt sér stað. Foreldrar Quang Le sagðir skipta sér af Í einhverjum gæsluvarðhaldsúrskurðum er minnst á meint afskipti foreldra Quang Le og bróður hans eftir að málið kom upp í mars í fyrra. Þau eru til að mynda sögð hafa haft samband við einn brotaþola málsins og viljað hitta hann. Þá hafi þau reynt að fá upplýsingar um það hver kom fram undir leynd í umfjöllun RÚV um málið.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Lögreglumál Mansal Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira