Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 07:48 Arnar Pétursson steig ekki feilspor á Akureyri. FRÍ Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira