Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir og Heimir Harðarson skrifa 4. júlí 2025 10:32 Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun