Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:05 Háskólaráð hefur óskað eftir því við Loga Einarsson ráðherra að hann hækki skrásetningargjald. Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira