Sport

Jafn­tefli í Íslendingaslag í Noregi

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Freyr Alexandersson þjálfari Brann stýrði liði sínu í tapi fyrir Íslendinga liði HamKam í dag.
Freyr Alexandersson þjálfari Brann stýrði liði sínu í tapi fyrir Íslendinga liði HamKam í dag. Isosport/MB Media/Getty Images

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann mættu HamKam í dag í norsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en bæði lið höfðu færi á að vinna leikinn.

Það var Anwar Roaldsoy sem skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu. Brann var töluvert meira með boltann og átti fleiri skot. Það tók þá hins vegar langan tíma að jafna leikinn. Það var ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Felix Myhre skoraði.

Tveir Íslendingar byrjuðu leikinn, Eggert Aron Guðmundsson fyrir Brann og Brynjar Ingi Bjarnason fyrir HamKam. Viðar Ari Jónsson byrjaði á bekknum hjá HamKam og kom inn á, á 81. mínútu.

Það voru tvö víti í leiknum. Fyrst var það HamKam sem brenndi af sínu víti á 15. mínútu í stöðunni 0-0. Það var svo Brann sem fékk víti seint í leiknum en Bard Finne klikkaði á spyrnunni. Það var á 86. mínútu í stöðunni 1-1.

Brann er í 2. sæti deildarinnar en Rosenborg getur nú komist einu stigi frá Brann ef þeir vinna sinn leik á morgun.

HamKam er í 13. sæti deildarinnar eftir þennan sigur, tveim stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×