Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 22:32 Guðrún Valdís Jónsdóttir er forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Vísir/Lýður Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún. Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún.
Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31