Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 09:00 Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun