Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 09:00 Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun