Innlent

Á hundrað og þrjá­tíu á sex­tíu götu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Lýður

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu.

Þetta er meðal verkefna dagsins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tíunduð eru í þar til gerðri dagbók.

Þar segir að tveir hafi verið handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt, og annar þeirra hafi verið vistaður í klefa þar til hann verður í skýrsluhæfu ástandi.

Tveir voru sektaðir fyrir of hraðan akstur í Grafarvogi þar sem annar ók á 84 km/klst og hinn á 89 km/klst báðir þar sem hámarkshraði er 50.

Þá voru nokkrir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.

Einnig var tilkynnt um vatnsleka í Smáralind. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og sá um að hreinsa upp vatnið, en eitthvað tjón varð í verslunum Smáralindar sökum lekans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×