Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2025 07:00 Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun