Sport

Ísold vann veð­málið örugg­lega og sendi Aron út í sjó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísold Sævarsdóttir og Aron Ingi Sævarsson. fyrir hlaupin en við höfum enn ekki fengið opinbera sönnun fyrir því að hann hafi hoppað í sjóinn.
Ísold Sævarsdóttir og Aron Ingi Sævarsson. fyrir hlaupin en við höfum enn ekki fengið opinbera sönnun fyrir því að hann hafi hoppað í sjóinn. @isoldsaevars

FH-ingurinn Ísold Sævarsdóttir tryggði sig inn á Evrópumót tuttugu ára yngri með frábæru 400 metra grindahlaupi á bikarkeppni FRÍ á Sauðárkróki í gær.

Hin átján ára gamla Ísold Sævarsdóttir vann 400 metra grindahlaup kvenna en hún kom í mark á nýju mótsmeti og setti um leið nýtt Íslandsmet í aldursflokki 18 til 19 ára stúlkna. Ísold kom í mark á 59,76 sekúndum.

Þessi tími hennar Ísoldar er vel undir lágmarki fyrir Evrópumeistaramót U20 sem fram fer seinna í sumar, en hún er þegar komin með lágmark í sjöþraut.

@isoldsaevars

Ísold var kokhraust fyrir hlaupið og var til í veðmál við liðsfélaga sinn í FH-liðinu, Aron Inga Sævarsson.

Aron Ingi hljóp einmitt 400 metra grindahlaup fyrir karlalið FH. Þau lögðu undir að sá sem kæmi í mark á lakari tíma þyrfti að hoppa út í sjó.

Ísold hljóp eins og áður sagði á 59,76 sekúndum eða næstum því tveimur sekúndum hraðar en Aron sem kom í mark á 61,73 sekúndum. Þetta var samt persónulegt met hjá Aroni en hann átti bara ekki möguleika á móti hinni ótrúlegu Ísold.

Skilaboðin voru einföld eftir hlaup: Ísold sigrar!! Aron út í sjó.

Þau gátu líka bæði fagnað með liðsfélögum sínum eftir keppni.

FH-ingar urðu bikarmeistarar með 164 stig en í öðru sæti var lið ÍR með 159 stig og í því þriðja var lið Fjölnis/UMSS með 139 stig. FH-ingar sigruðu bæði stigakeppni kvenna og karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×