Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 12:17 Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun. vísir/kvika Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“ Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira