Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir, Einar Freyr Ingason og Þórir Bergsson skrifa 8. júlí 2025 16:32 Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun