Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 20:20 Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. vísir/lýður Valberg Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira