Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Hildur segir fjölda stjórnarandstöðuþingmanna í salnum ekki skipta máli, þar sem meirihlutinn haldi á dagksrárvaldinu. Vísir/Anton Brink Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira