Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar 9. júlí 2025 13:31 Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Atvinnurekendur Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun