Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:33 Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun