Davíð hafi lagt Golíat Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 16:29 Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, eru meðal þeirra sem rita undir yfirlýsinguna. Þau voru í Hæstarétti í morgun þegar dómurinn var kveðinn upp. Vísir/Ívar Fannar Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira