Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 23:15 Hingað til hefur malbikunarfyrirtækjum ekki þótt tilefni til að auglýsa sig sérstaklega. Vísir Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“ Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“
Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira