Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar