Innlent

Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Miðbær Reykjavíkur
Miðbær Reykjavíkur Mynd úr safni

Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm síðdegis í gær til fimm í morgun.

Þá var einnig tilkynnt um eignarspjöll á bíl í Breiðholti. Grjóti hafði verið kastað og hafnað á bílnum.

Í miðborginni var tilkynnt um þrjá menn sem neituðu að yfirgefa húsnæði þar sem þeir voru ekki velkomnir. Þeir áttu eitthvað óuppgert við íbúann. Lögregla miðlaði málum og mennirnir héldu á brott án vandkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×