Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 11:29 Þorgerður Katrín fór ekki leynt með óánægju sína með framferði stjórnarandstöðunnar. Vísir/Ívar Fannar Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira