Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar