Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 18:19 Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Vísir Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira