Körfubolti

Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
De Assis í leik með Grindavík. 
De Assis í leik með Grindavík.  Vísir / Anton Brink

Íslandsmeistararnir í Stjörnunni hafa gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn. Julio de Assis mætir aftur til landsins en félagið hefur einnig tryggt sér þjónustu Luka Gasic.

Luka er 26 ára bakvörður sem kemur til Stjörnunnar frá Mladost MaxBet í Serbíu þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil.

Julio er 32 ára framherji sem kemur frá BC Vienna í Austurríki, en hefur áður spilað hér á landi meðal annars með Breiðablik og Grindavík. De Assis var síðast hér á landi á þarsíðasta tímabili þegar Grindavík komst alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en sá leikur tapaðist gegn Val.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×