Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar 12. júlí 2025 13:02 Þegar maður hefur fylgst lengi með stjórnmálum kemur sjaldan á óvart hræsni og sögufalsanir í baráttu þeirra sem verja völd og hagsmuni. Viðbrögðin við stöðvun hringavitleysunnar um veiðigjaldafrumvarpið hafa þó verið yfirgengileg. Fyrir breytingu á þingsköpum 2007 kom vissulega fyrir málþóf. Eftirminnilegust er maraþonræða Sverris Hermannssonar vegna breytinga á stafsetningu, já, tiltölulega lítilla breytinga á stafsetningu. Hann þraut þó örendið að lokum. Bent hefur verið á dæmi um stöðvun umræðu eða takmörkun umræðutíma á fyrri árum, dæmi sem sýna að þingið verður að hafa stjórn á eigin verkum ef þingræðið á að vera starfhæft. Eftir breytingar á þingsköpum 2007 byrjaði hringleikahús á Alþingi sem á sér ekki sinn líka. Höfuðpaurinn í þeirri hringavitleysu, nýr maður á sviðinu sem sá leik á borði að nota þingsköpin til að hindra þingmeirihluta í að koma fram vilja sínum, var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það var þó meiri kaldhæðni en hægt var að sjá fyrir, þegar fyrstu viðbrögð hans við stöðvun málþófs voru að ríkisstjórnin hefði sett á svið leikrit til að stöðva umræðuna. Eftir á að hyggja ekki óvænt. Fyrir sumum virðast stjórnmál vera leiksýning. Það er ekki hægt að vorkenna formanni MIðflokksins. Honum finnst greinilega gaman í leikhúsinu, lifir þar og hrærist. Hins vegar er varla hægt annað en vorkenna formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau koma fyrir sem vænsta fólk. En af einhverjum ástæðum finnst þeim þau þurfa að leika hlutverk sem fer þeim afleitlega. Maður trúir varla sínum eigin eyrum þegar Sigurður Ingi er að líkja stöðvun vitleysunnar við stjórnarhætti Trumps og Orbans. Veit hann þó væntanlega að málþófsreglur þingskapanna eru einsdæmi í lýðræðisríkjum og 71. greinin er öryggisventill sem getur bjargað lýðræðinu frá þeim sem vilja kjafta það í kaf. Það er athyglisvert að stjórnarandstaðan er samstiga um að beina öllum skeytum sínum að Kristrúnu Frostadóttur en nefnir hvorki Hönnu Katrínu Friðriksson, ráðherrann sem leggur málið fram og hefur fylgt því skörulega eftir, né forseta þingsins, Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem tók ákvörðunina um stöðvun umræðna og er vitaskuld ábyrg fyrir henni og á heiður skilinn. Óttinn við vinsældir forsætisráðherra ræður öllu hjá stjórnarandstöðinni, og er þó líklegt að það muni enn auka vinsældir Kristrúnar ef henni einni er eignaður allur heiður af málinu. Margir hljóta enn að muna árin eftir Hrun, árin þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð að „stíga til hliðar“ meðan aðrir reru lífróður til að bjarga þjóðfélaginu undan því fáviðri sem bankahrunið, barn nýfrjálshyggjunnar, hafði kallað yfir þjóðina. Leikstjórinn nýi beið á hliðarlínunni og sá fyrir sér rómantíska sýningu þegar elskendur Davíðsáranna, Íhald og Framsókn, næðu saman aftur eftir að örlögin höfðu stíað þeim sundur um hríð. Til að flýta fyrir þeim ástarfundi héldu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur uppi blygðunarlausri niðurrifsstefnu á Alþingi. Henni var beitt hvenær sem færi gafst og sannarlega án tillits til þjóðarhags. Þessi niðurrifsstarfsemi náði árangri, m.a. vegna flótta úr öðrum stjórnarflokknum, og etv. einnig vegna þess, sem margir hafa bent á, að stjórn Jóhönnu færðist of mikið í fang á erfiðum tímum. Ekki skyldi heldur gleyma miklu upphlaupi sem samtök sjávarútvegsins stóðu fyrir með sinni venjulegu hörðu hagsmunagæslu. Á þessum árum fannst þeim sem studdu ríkisstjórnina oft að tilefni væri til að stöðva málþóf og knýja mál í gegn, en það var ekki gert, e.t.v. vegna sundurlyndis innan þingflokkanna eða skorts á hörku og baráttuvilja. Hjá kvóta“eigendunum“ skorti hvorki hörku né baráttuvilja fremur en venjulega. Draumurinn um endurnýjun heitanna hjá Framsókn og Íhaldi rættist 2013, en sælan entist ekki lengi. Í rómantískum ástarsögum fyrri tíma gerist það einatt að mikilvæg bréf týnast en finnast aftur og valda óvæntum hvörfum eða stefnubreytingu atburðarásar. Þannig urðu bréfaskipti við lögmannstofu í Panama til að trufla rómantíkina á hinu íslenska stjórnarheimili og kljúfa Framsóknarflokkinn í herðar niður. Ég rek ekki söguna lengra. Eftir síðustu kosningar var mynduð ríkisstjórn sem setti fram skýra stefnum í ýmsum mikilvægum málum. Eitt var þetta veiðigjaldamál, sem um áratugaskeið hefur verið til umræðu. Engir brestir hafa verið í samstöðu stjórnarflokkanna um að fylgja því fram eftir eðlilega þinglega meðferð. Árangurinn og afleiðingarnar er vitanlega á ábyrgð meirihlutans. Þannig virkar þingræðið. En ekki í leikhúsi fáránleikans. Þá á að „semja um málið“ og fá niðurstöðu sem „allir“ geta sætt sig við. „Annars stöndum við og tölum og tölum til eilífðar,“ hóta málþófarar. Niðurstaðan hlaut að verða sú sem varð. Undirniðri held ég að þófurunum hljóti að líða eins og krökkum sem eru orðin leið á að vera óþæg og verða alls hugar fegin þegar þau eru rekin í bælið. Leikritið búið. Og þó verður auðvitað að reyna að halda andlitinu. Þess vegna hljóma nú hjáróma og skrækar raddir frá stjórnarandstöðunni. Leikstjórinn mikli brosir enn í kampinn og ber sig vel. Sjálfsagt farinn að leggja á ráðin um næsta sviðslistaverk: baráttuna gegn því að þjóðin fái að segja skoðun sína á hvort sækja eigi um inngöngu í Evrópusambandið. Hvort skyldi nú slíkt mál eiga betur heima í veruleikanum eða leikhúsi fáránleikans? Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður hefur fylgst lengi með stjórnmálum kemur sjaldan á óvart hræsni og sögufalsanir í baráttu þeirra sem verja völd og hagsmuni. Viðbrögðin við stöðvun hringavitleysunnar um veiðigjaldafrumvarpið hafa þó verið yfirgengileg. Fyrir breytingu á þingsköpum 2007 kom vissulega fyrir málþóf. Eftirminnilegust er maraþonræða Sverris Hermannssonar vegna breytinga á stafsetningu, já, tiltölulega lítilla breytinga á stafsetningu. Hann þraut þó örendið að lokum. Bent hefur verið á dæmi um stöðvun umræðu eða takmörkun umræðutíma á fyrri árum, dæmi sem sýna að þingið verður að hafa stjórn á eigin verkum ef þingræðið á að vera starfhæft. Eftir breytingar á þingsköpum 2007 byrjaði hringleikahús á Alþingi sem á sér ekki sinn líka. Höfuðpaurinn í þeirri hringavitleysu, nýr maður á sviðinu sem sá leik á borði að nota þingsköpin til að hindra þingmeirihluta í að koma fram vilja sínum, var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það var þó meiri kaldhæðni en hægt var að sjá fyrir, þegar fyrstu viðbrögð hans við stöðvun málþófs voru að ríkisstjórnin hefði sett á svið leikrit til að stöðva umræðuna. Eftir á að hyggja ekki óvænt. Fyrir sumum virðast stjórnmál vera leiksýning. Það er ekki hægt að vorkenna formanni MIðflokksins. Honum finnst greinilega gaman í leikhúsinu, lifir þar og hrærist. Hins vegar er varla hægt annað en vorkenna formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau koma fyrir sem vænsta fólk. En af einhverjum ástæðum finnst þeim þau þurfa að leika hlutverk sem fer þeim afleitlega. Maður trúir varla sínum eigin eyrum þegar Sigurður Ingi er að líkja stöðvun vitleysunnar við stjórnarhætti Trumps og Orbans. Veit hann þó væntanlega að málþófsreglur þingskapanna eru einsdæmi í lýðræðisríkjum og 71. greinin er öryggisventill sem getur bjargað lýðræðinu frá þeim sem vilja kjafta það í kaf. Það er athyglisvert að stjórnarandstaðan er samstiga um að beina öllum skeytum sínum að Kristrúnu Frostadóttur en nefnir hvorki Hönnu Katrínu Friðriksson, ráðherrann sem leggur málið fram og hefur fylgt því skörulega eftir, né forseta þingsins, Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem tók ákvörðunina um stöðvun umræðna og er vitaskuld ábyrg fyrir henni og á heiður skilinn. Óttinn við vinsældir forsætisráðherra ræður öllu hjá stjórnarandstöðinni, og er þó líklegt að það muni enn auka vinsældir Kristrúnar ef henni einni er eignaður allur heiður af málinu. Margir hljóta enn að muna árin eftir Hrun, árin þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð að „stíga til hliðar“ meðan aðrir reru lífróður til að bjarga þjóðfélaginu undan því fáviðri sem bankahrunið, barn nýfrjálshyggjunnar, hafði kallað yfir þjóðina. Leikstjórinn nýi beið á hliðarlínunni og sá fyrir sér rómantíska sýningu þegar elskendur Davíðsáranna, Íhald og Framsókn, næðu saman aftur eftir að örlögin höfðu stíað þeim sundur um hríð. Til að flýta fyrir þeim ástarfundi héldu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur uppi blygðunarlausri niðurrifsstefnu á Alþingi. Henni var beitt hvenær sem færi gafst og sannarlega án tillits til þjóðarhags. Þessi niðurrifsstarfsemi náði árangri, m.a. vegna flótta úr öðrum stjórnarflokknum, og etv. einnig vegna þess, sem margir hafa bent á, að stjórn Jóhönnu færðist of mikið í fang á erfiðum tímum. Ekki skyldi heldur gleyma miklu upphlaupi sem samtök sjávarútvegsins stóðu fyrir með sinni venjulegu hörðu hagsmunagæslu. Á þessum árum fannst þeim sem studdu ríkisstjórnina oft að tilefni væri til að stöðva málþóf og knýja mál í gegn, en það var ekki gert, e.t.v. vegna sundurlyndis innan þingflokkanna eða skorts á hörku og baráttuvilja. Hjá kvóta“eigendunum“ skorti hvorki hörku né baráttuvilja fremur en venjulega. Draumurinn um endurnýjun heitanna hjá Framsókn og Íhaldi rættist 2013, en sælan entist ekki lengi. Í rómantískum ástarsögum fyrri tíma gerist það einatt að mikilvæg bréf týnast en finnast aftur og valda óvæntum hvörfum eða stefnubreytingu atburðarásar. Þannig urðu bréfaskipti við lögmannstofu í Panama til að trufla rómantíkina á hinu íslenska stjórnarheimili og kljúfa Framsóknarflokkinn í herðar niður. Ég rek ekki söguna lengra. Eftir síðustu kosningar var mynduð ríkisstjórn sem setti fram skýra stefnum í ýmsum mikilvægum málum. Eitt var þetta veiðigjaldamál, sem um áratugaskeið hefur verið til umræðu. Engir brestir hafa verið í samstöðu stjórnarflokkanna um að fylgja því fram eftir eðlilega þinglega meðferð. Árangurinn og afleiðingarnar er vitanlega á ábyrgð meirihlutans. Þannig virkar þingræðið. En ekki í leikhúsi fáránleikans. Þá á að „semja um málið“ og fá niðurstöðu sem „allir“ geta sætt sig við. „Annars stöndum við og tölum og tölum til eilífðar,“ hóta málþófarar. Niðurstaðan hlaut að verða sú sem varð. Undirniðri held ég að þófurunum hljóti að líða eins og krökkum sem eru orðin leið á að vera óþæg og verða alls hugar fegin þegar þau eru rekin í bælið. Leikritið búið. Og þó verður auðvitað að reyna að halda andlitinu. Þess vegna hljóma nú hjáróma og skrækar raddir frá stjórnarandstöðunni. Leikstjórinn mikli brosir enn í kampinn og ber sig vel. Sjálfsagt farinn að leggja á ráðin um næsta sviðslistaverk: baráttuna gegn því að þjóðin fái að segja skoðun sína á hvort sækja eigi um inngöngu í Evrópusambandið. Hvort skyldi nú slíkt mál eiga betur heima í veruleikanum eða leikhúsi fáránleikans? Höfundur er eftirlaunamaður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun