Lífið

Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Klay Thompson og Megan Thee Stallion hafa birt myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum á síðustu dögum.
Klay Thompson og Megan Thee Stallion hafa birt myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum á síðustu dögum.

Rapparinn Megan Thee Stallion og körfuboltamaðurinn Klay Thompson eru nýtt kærustupar. Thompson staðfesti sambandið með því að birta mynd af parinu í fríí á Bahamaeyjum.

Á miðvikudaginn birti Megan Thee Stallion sundfatamyndir af sér í sundlaug á Instagram til að auglýsa sundfatalínu sína, Hot Girl Swimwear. Færslan vakti þó sérstaklega athygli vegna þess að í bakgrunni aðalmyndarinnar var kunnuglegur maður. 

Aðdáendur rapparans, sem heitir Megan Jovon Ruth Pete, voru handvissir að þarna væri Klay Thompsons, núverandi leikmaður Dallas Mavericks og Golden State Warriors-goðsögn. 

Netverjar voru vissir um að þarna væri á ferðinni Klay Thompson.

Sama dag setti Thompson mynd í Instagram-hringrás sína af sér að drekka bjór á ströndinni. Fólk fór því strax að para þau saman.

Í dag virtist Thompsons staðfesta það formlega með myndarunu á Instagram en á einni myndinni má sjá hann kyssa krullhærða konu, sem er greinilega Megan og svo aðra af honum haldast í hendur við konu með bleikar gervineglur, sem rímar við myndir rapparans.

Tvö í Texas

NBA-deildin er í sumarfríi þessa dagana og Megan Thee Stallion ekki að túra svo þau geta nýtt næstu mánuði til að njóta sumarsins saman. Entist sambandið mun Megan, sem er frá Houston í Texas, vafalaust sitja á fremsta bekk í leikjum Dallas Mavericks í vetur.

Síðasta sumar var Megan orðuð við annan NBA-leikmann, Torrey Craig, meðan hann spilaði með Chicago Bulls en að sögn TMZ rann sambandið út í sandinn í apríl. 

Thompson deitaði tónlistarkonuna Coco Jones, sem trúlofaðist nýlega körfuboltamanninum Donovan Mitchell, frá 2021 til 2023 og þar áður sló hann sér upp með leikkonunni Lauru Harrier.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.