Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2025 23:01 Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar