Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir ekki hægt að hunsa alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Arnar Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46