Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir ekki hægt að hunsa alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Arnar Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46