„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar 16. júlí 2025 15:00 23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun