Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 15:28 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það. Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28