Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 23:46 Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir. Vísir/Samsett Svo virðist sem að framhjáhald forstjóra bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis hafi óvart afhjúpast á stóra skjánum á tónleikum Coldplay. Andy Byron, forstjóri fyrirtækisins Astronomer, var meðal áhorfenda á tónleikum hljómveitarinnar Coldplay á dögunum í bænum Foxborough í Massachussetts. Allt í einu birtist hann á stóra skjánum í ansi innilegum faðmlögum með Kristin Cabot, yfirmanni mannauðsmála hjá fyrirtækinu, miðað við það að hann sé giftur maður og tveggja barna faðir. Parinu meinta krossbrá við að sjá sér varpað fyrir alla tónleikahöllina að sjá og gerðu bæði allt sem þau gátu til að hylja andlit sín. Cabot reyndi að hylja andlit sinn með höndunum en Byron kraup til að komast úr mynd. @instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace Chris Martin söngvari taldi sig hafa fangað fallegt augnablik og sagði í hljóðnemann: „Sjá þau,“ en viðbrögð parsins komu honum úr jafnvægi. „Bíddu ha?“ hefur hann þá sagt samkvæmt umfjöllun New York Post og bætt svo við: „Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin.“ Samkvæmt myndbandi sem er eitt þúsunda sem farið hafa í dreifingu af atvikinu pínlega í vikunni sagði hann svo lágum rómi: „Djöfullinn, ég vona að við höfum ekki verið að gera eitthvað slæmt.“ Myndbönd af senunni hafa farið eins og eldur um sinu síðan og netverjar kappkostað við gera grín að forstjóranum og mannauðsstjóranum. Myndbandið hér að ofan státar til að mynda að 37 milljónum áhorfa. Fyrrum starfsmenn Byron sem New York Post ræddi við létu hafa það eftir sér að spjallþræðir starfsmanna loguðu. Allir væru að „hlæja sig máttlausa“ yfir atvikinu og njóta sín konunglega, enda hefði Byron verið „eitraður“ yfirmaður. Bandaríkin Tónlist Tækni Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Andy Byron, forstjóri fyrirtækisins Astronomer, var meðal áhorfenda á tónleikum hljómveitarinnar Coldplay á dögunum í bænum Foxborough í Massachussetts. Allt í einu birtist hann á stóra skjánum í ansi innilegum faðmlögum með Kristin Cabot, yfirmanni mannauðsmála hjá fyrirtækinu, miðað við það að hann sé giftur maður og tveggja barna faðir. Parinu meinta krossbrá við að sjá sér varpað fyrir alla tónleikahöllina að sjá og gerðu bæði allt sem þau gátu til að hylja andlit sín. Cabot reyndi að hylja andlit sinn með höndunum en Byron kraup til að komast úr mynd. @instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace Chris Martin söngvari taldi sig hafa fangað fallegt augnablik og sagði í hljóðnemann: „Sjá þau,“ en viðbrögð parsins komu honum úr jafnvægi. „Bíddu ha?“ hefur hann þá sagt samkvæmt umfjöllun New York Post og bætt svo við: „Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin.“ Samkvæmt myndbandi sem er eitt þúsunda sem farið hafa í dreifingu af atvikinu pínlega í vikunni sagði hann svo lágum rómi: „Djöfullinn, ég vona að við höfum ekki verið að gera eitthvað slæmt.“ Myndbönd af senunni hafa farið eins og eldur um sinu síðan og netverjar kappkostað við gera grín að forstjóranum og mannauðsstjóranum. Myndbandið hér að ofan státar til að mynda að 37 milljónum áhorfa. Fyrrum starfsmenn Byron sem New York Post ræddi við létu hafa það eftir sér að spjallþræðir starfsmanna loguðu. Allir væru að „hlæja sig máttlausa“ yfir atvikinu og njóta sín konunglega, enda hefði Byron verið „eitraður“ yfirmaður.
Bandaríkin Tónlist Tækni Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira