Í vinnutengdri ástarsorg Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Eitt af því sem gerir vinnutengda ástarsorg svo erfiða er að hún er ekki nógu viðurkennd í tali. Svona eins og þessi tegund ástarsorgar eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er þó sú að þótt vinnan geti aldrei elskað okkur til baka, getur margt valdið því að við upplifum vinnutengda ástarsorg. Vísir/Getty Nei við erum ekki að fara að tala um framhjáhaldið sem óvart virtist komast upp á Coldplay-tónleikunum um daginn. En við erum samt að fara að tala um ástarsorg í vinnunni. Sem þó er svolítið skrýtin ást. Því þótt mörg okkar elski vinnuna okkar. Elskar vinnan okkur aldrei til baka. Við erum samt að tala um sams konar sorg; Þessa sorg þar sem hjartað brotnar svolítið. Eitthvað sem við tökum virkilega nærri okkur og setur okkur öll út af laginu. Á ensku er talað um þetta sem „professinal heartbreak.“ Enda er þetta vinnutengd ástarsorg. En hvers konar ástarsorg er þetta og út af hverju? Jú, í umfjöllun Harvard Business Review (HBR) eru rakin mörg ólík dæmi úr vinnuumhverfinu sem geta valdið okkur þessari vinnutengdu ástarsorg. Nokkur dæmi: Við missum vinnuna sem við elskum og höfum lengi eða mjög mikið tengt ímynd okkar við Við seljum fyrirtækið okkar en líður ekki vel með það eftirá Við gerum samning sem skiptir okkur svakalega miklu máli, en samningurinn gengur alls ekki upp eins og við gerðum okkur væntingar um. Gæti líka tengst því að fá fjárfesta inn eða samrunasamningar Við vinnum að verkefni af öllu hjarta í langan tíma fyrir það eitt að það síðan gengur ekki upp eða því er hafnað Þér finnst einhver eða einhverjir nákomnir þér í starfi eða tengslaneti hafa svikið þig, til dæmis með því að virða ekki trúnað Enn eitt dæmið sem nefnt er í umfjöllun HBR er þegar konur sinna störfum sem þær vita að þær eru að fá mun lægra greitt fyrir miðað við sambærilegt framlag og karlmaður Fleiri dæmi mætti nefna. Það sem gerir þessa vinnutengdu ástarsorg svo erfiða, er að hún er ekki nógu viðurkennd. Segjum til dæmis að við séum miður okkar, þó að reyna að halda haus, því við misstum vinnuna okkar. Staðalímyndin okkar er að okkar mati í molum og okkur líður jafn ömurlega og manneskja sem er í ástarsorg út af parsambandi sem ekki gekk upp. Viðkvæðið er samt ólíkt. Í staðinn fyrir að okkar nánustu segi að þessi líðan okkar sé skiljanleg en eftir smá tíma fari okkur að líða betur. Heyrum við frekar setningar eins og: Já, já, en þetta var nú bara vinnan þín….. Sem er ekkert auðvelt að heyra. Því þegar við erum í vinnutengdri ástarsorg líður okkur ekki eins og eitthvað „bara“ eigi við. En hvað er til ráða? Í raun fátt annað en að leyfa hjartanu að jafna sig. Þessum óskiljanlegu og erfiðu tilfinningum sem ástarsorginni fylgir. Það gerum við með því að viðurkenna fyrir okkur sjálfum og greina hvers konar tilfinningar og líðan eru að fylgja þessu „áfalli“ sem rekja má til upprunans. Síðan þurfum við einfaldlega að vera heiðarleg við okkur sjálf og gefa okkur tíma til að jafna okkur. Leita jafnvel til fagaðila ef líðanin er þannig. Aðalmálið er að gera ekki lítið úr því að líða eins og okkur líður, því það getur þá dregist á langinn að við vinnum úr stöðunni. Góðu ráðin Tengdar fréttir Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Það hefur ótrúlega margt breyst í atvinnulífinu um allan heim síðustu árin. Ekki aðeins vegna tækniþróunar heldur er það smátt og smátt að verða raunveruleiki að það að vinna frá níu til fimm á einhverjum vinnustað er hægt og rólega að hverfa sem „normið.“ 17. júlí 2025 07:03 Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Það er keppikefli flestra vinnustaða að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Enda hafa rannsóknir sýnt til margra ára að góð vinnustaðamenning skilar sér margfalt. 15. júlí 2025 07:00 Um forvitna yfirmanninn Ef það eru einhverjir sem halda að nú séu þeir að detta inn í djúsí neikvæða grein um yfirmenn er best fyrir þá að hætta að lesa. 10. júlí 2025 07:03 Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Það er víst þannig að gott slúður í vinnunni getur gert heilmikið gagn. Eða svo er sagt. 8. júlí 2025 07:03 Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Sem þó er svolítið skrýtin ást. Því þótt mörg okkar elski vinnuna okkar. Elskar vinnan okkur aldrei til baka. Við erum samt að tala um sams konar sorg; Þessa sorg þar sem hjartað brotnar svolítið. Eitthvað sem við tökum virkilega nærri okkur og setur okkur öll út af laginu. Á ensku er talað um þetta sem „professinal heartbreak.“ Enda er þetta vinnutengd ástarsorg. En hvers konar ástarsorg er þetta og út af hverju? Jú, í umfjöllun Harvard Business Review (HBR) eru rakin mörg ólík dæmi úr vinnuumhverfinu sem geta valdið okkur þessari vinnutengdu ástarsorg. Nokkur dæmi: Við missum vinnuna sem við elskum og höfum lengi eða mjög mikið tengt ímynd okkar við Við seljum fyrirtækið okkar en líður ekki vel með það eftirá Við gerum samning sem skiptir okkur svakalega miklu máli, en samningurinn gengur alls ekki upp eins og við gerðum okkur væntingar um. Gæti líka tengst því að fá fjárfesta inn eða samrunasamningar Við vinnum að verkefni af öllu hjarta í langan tíma fyrir það eitt að það síðan gengur ekki upp eða því er hafnað Þér finnst einhver eða einhverjir nákomnir þér í starfi eða tengslaneti hafa svikið þig, til dæmis með því að virða ekki trúnað Enn eitt dæmið sem nefnt er í umfjöllun HBR er þegar konur sinna störfum sem þær vita að þær eru að fá mun lægra greitt fyrir miðað við sambærilegt framlag og karlmaður Fleiri dæmi mætti nefna. Það sem gerir þessa vinnutengdu ástarsorg svo erfiða, er að hún er ekki nógu viðurkennd. Segjum til dæmis að við séum miður okkar, þó að reyna að halda haus, því við misstum vinnuna okkar. Staðalímyndin okkar er að okkar mati í molum og okkur líður jafn ömurlega og manneskja sem er í ástarsorg út af parsambandi sem ekki gekk upp. Viðkvæðið er samt ólíkt. Í staðinn fyrir að okkar nánustu segi að þessi líðan okkar sé skiljanleg en eftir smá tíma fari okkur að líða betur. Heyrum við frekar setningar eins og: Já, já, en þetta var nú bara vinnan þín….. Sem er ekkert auðvelt að heyra. Því þegar við erum í vinnutengdri ástarsorg líður okkur ekki eins og eitthvað „bara“ eigi við. En hvað er til ráða? Í raun fátt annað en að leyfa hjartanu að jafna sig. Þessum óskiljanlegu og erfiðu tilfinningum sem ástarsorginni fylgir. Það gerum við með því að viðurkenna fyrir okkur sjálfum og greina hvers konar tilfinningar og líðan eru að fylgja þessu „áfalli“ sem rekja má til upprunans. Síðan þurfum við einfaldlega að vera heiðarleg við okkur sjálf og gefa okkur tíma til að jafna okkur. Leita jafnvel til fagaðila ef líðanin er þannig. Aðalmálið er að gera ekki lítið úr því að líða eins og okkur líður, því það getur þá dregist á langinn að við vinnum úr stöðunni.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Það hefur ótrúlega margt breyst í atvinnulífinu um allan heim síðustu árin. Ekki aðeins vegna tækniþróunar heldur er það smátt og smátt að verða raunveruleiki að það að vinna frá níu til fimm á einhverjum vinnustað er hægt og rólega að hverfa sem „normið.“ 17. júlí 2025 07:03 Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Það er keppikefli flestra vinnustaða að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Enda hafa rannsóknir sýnt til margra ára að góð vinnustaðamenning skilar sér margfalt. 15. júlí 2025 07:00 Um forvitna yfirmanninn Ef það eru einhverjir sem halda að nú séu þeir að detta inn í djúsí neikvæða grein um yfirmenn er best fyrir þá að hætta að lesa. 10. júlí 2025 07:03 Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Það er víst þannig að gott slúður í vinnunni getur gert heilmikið gagn. Eða svo er sagt. 8. júlí 2025 07:03 Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Það hefur ótrúlega margt breyst í atvinnulífinu um allan heim síðustu árin. Ekki aðeins vegna tækniþróunar heldur er það smátt og smátt að verða raunveruleiki að það að vinna frá níu til fimm á einhverjum vinnustað er hægt og rólega að hverfa sem „normið.“ 17. júlí 2025 07:03
Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Það er keppikefli flestra vinnustaða að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Enda hafa rannsóknir sýnt til margra ára að góð vinnustaðamenning skilar sér margfalt. 15. júlí 2025 07:00
Um forvitna yfirmanninn Ef það eru einhverjir sem halda að nú séu þeir að detta inn í djúsí neikvæða grein um yfirmenn er best fyrir þá að hætta að lesa. 10. júlí 2025 07:03
Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Það er víst þannig að gott slúður í vinnunni getur gert heilmikið gagn. Eða svo er sagt. 8. júlí 2025 07:03
Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03