Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa 19. júlí 2025 11:30 Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun