„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 19:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira