„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:04 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann. Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann.
Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira