Bíó og sjónvarp

Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikk­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kjartan Sveinsson, Heather Millard, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Rúnar Rúnarsson og Claudia Hausfeld á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust.
Kjartan Sveinsson, Heather Millard, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Rúnar Rúnarsson og Claudia Hausfeld á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust.

Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. 

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Heather Millard er framleiðandi myndarinnar og Rúnar Rúnarsson er leikstjóri.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan.

Verðlaunin eru þau þrettándu sem kvikmyndin hefur hlotið en hún er einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og Óskarsverðlaunanna 2026.

„O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur,“ segir í fréttatilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.