Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 15:32 Robbie mun bregða sér í sama hlutverk og Allison Hayes lék árið 1958 og Daryl Hannah árið 1993. Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43