Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun