Innlent

Launaði neitun á gistingu með löðrungi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Höggið sem um ræðir átti sér stað í hverfi 105.
Höggið sem um ræðir átti sér stað í hverfi 105. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem lamdi starfsmann hótels í hverfi 105. Starfsmaðurinn mun hafa neitað honum um gistingu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig frá því að nokkrir túristar hafi fests úti við Gróttuvita þegar fór að falla að. Þeim var veitt aðstoð við að komast í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×