Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 11:47 Bæjarráðið krefst fundar með ráðherrum. Samsett mynd Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. „Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
„Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55