Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 21:40 Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Sýn Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira