Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 07:00 Þorgerður Katrín er stödd í New York þar sem fundað er vegna málsins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. „Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“ Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
„Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira