Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 13:15 Laura Dahlmeier með Ólympíugullið sem hún vann á vetrarleiknunum í Pyeongchang-gun í Suður Kóreu árið 2018. Getty/Michel Cottin Þýska skíðaskotfimidrottningin og Ólympíumeistarinn Laura Dahlmeier fannst látin í dag eftir að hafa orðið fyrir grjóthruni í fjallgöngu í Pakistan. Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025 Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025
Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira