Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 13:15 Laura Dahlmeier með Ólympíugullið sem hún vann á vetrarleiknunum í Pyeongchang-gun í Suður Kóreu árið 2018. Getty/Michel Cottin Þýska skíðaskotfimidrottningin og Ólympíumeistarinn Laura Dahlmeier fannst látin í dag eftir að hafa orðið fyrir grjóthruni í fjallgöngu í Pakistan. Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025 Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025
Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira