Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 21:05 Justin Timberlake hefur verið á löngu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár en því lauk í dag. Hann mun væntanlega ná að hvíla sig aðeins á næstu misserum. Getty Popparinn Justin Timberlake greindist með Lyme-sjúkdóm, sem berst gjarnan í mannfólk gegnum skógarmítla, á tónleikaferðalagi sínu sem var að klárast Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu. Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu.
Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51