Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 21:05 Justin Timberlake hefur verið á löngu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár en því lauk í dag. Hann mun væntanlega ná að hvíla sig aðeins á næstu misserum. Getty Popparinn Justin Timberlake greindist með Lyme-sjúkdóm, sem berst gjarnan í mannfólk gegnum skógarmítla, á tónleikaferðalagi sínu sem var að klárast Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu. Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu.
Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51