„Sleikjum sárin í kvöld“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 21:39 Túfa í leik kvöldsins. Vísir/Diego Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili. Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“ Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“
Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira