„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 23:01 Fyrirliðinn Pontus gegn RFS í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira