Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 21:40 Feðginin búa í Breiðholti. Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins. Móðirin, sem er á fertugsaldri og býr í Breiðholti, kærir fyrrverandi eiginmanninn fyrir hönd sonar síns. En ekki hefur tekist að finna heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins, sem einnig er frá Filippseyjum, og því var stefnan birt í Lögbirtingablaði samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Í stefnunni kemur fram að þegar sonurinn hafi fæðst árið 2014 hafi konan verið gift manninum og drengurinn því feðraður honum á grundvelli faðernisreglu barnalaga. Aftur á móti segist móðirin hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan mann á getnaðartíma barnsins. Sá maður er einnig filippseyskur og býr í Keflavík og er sagður gangast við faðerni drengsins, að því segir í ákærunni þar sem vísað er til staðfestingar frá sýslumanninum á Suðurnesjum frá 2019. Móðirin segist enn fremur ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við þáverandi eiginmann sinn á getnaðartíma barnsins og því sé útilokað að hann sé faðir drengsins. Konan skildi við eiginmann sinn árið 2018 á grundvelli hjúskaparbrots, þ.e. framhjáhalds, og fer hún ein með forsjá barnsins. Hún telur að fyrrverandi eiginmaður sinn muni ekki mótmæla viðurkenningarkröfu, sem áskilur sér þó jafnframt rétt til að krefjast þess, ef þörf krefur, að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, DNA-rannsókn, í samræmi við lög, á þeim sem nauðsynlegt kann að vera. Engar upplýsingar liggja fyrir um heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins en honum er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið þar fyrir í september. Mæti hann ekki má búast við því að orðið verði við kröfu konunnar og drengsins. Dómsmál Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Móðirin, sem er á fertugsaldri og býr í Breiðholti, kærir fyrrverandi eiginmanninn fyrir hönd sonar síns. En ekki hefur tekist að finna heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins, sem einnig er frá Filippseyjum, og því var stefnan birt í Lögbirtingablaði samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Í stefnunni kemur fram að þegar sonurinn hafi fæðst árið 2014 hafi konan verið gift manninum og drengurinn því feðraður honum á grundvelli faðernisreglu barnalaga. Aftur á móti segist móðirin hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan mann á getnaðartíma barnsins. Sá maður er einnig filippseyskur og býr í Keflavík og er sagður gangast við faðerni drengsins, að því segir í ákærunni þar sem vísað er til staðfestingar frá sýslumanninum á Suðurnesjum frá 2019. Móðirin segist enn fremur ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við þáverandi eiginmann sinn á getnaðartíma barnsins og því sé útilokað að hann sé faðir drengsins. Konan skildi við eiginmann sinn árið 2018 á grundvelli hjúskaparbrots, þ.e. framhjáhalds, og fer hún ein með forsjá barnsins. Hún telur að fyrrverandi eiginmaður sinn muni ekki mótmæla viðurkenningarkröfu, sem áskilur sér þó jafnframt rétt til að krefjast þess, ef þörf krefur, að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, DNA-rannsókn, í samræmi við lög, á þeim sem nauðsynlegt kann að vera. Engar upplýsingar liggja fyrir um heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins en honum er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið þar fyrir í september. Mæti hann ekki má búast við því að orðið verði við kröfu konunnar og drengsins.
Dómsmál Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira