Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 6. ágúst 2025 07:31 Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innflytjendamál Hælisleitendur Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar