Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 13:50 Scott McTominay átti magnað tímabil með Napoli og er nú tilnefndur sem besti knattspyrnumaður heims. getty/Francesco Pecoraro France Football hefur tekið saman hvaða þrjátíu karlar og þrjátíu konur eru tilefnd sem besta knattspyrnufólk ársins í ár en sigurvegarar kjörsins hljóta Gullknöttinn, Ballon d'Or. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag á miðlum franska blaðsins L'Equipe. Líklegustu mennirnir til að vinna Gullknöttinn í ár eru Ousmane Dembélé hjá Paris Saint-Germain, Lamine Yamal hjá Barcelona, Raphinha hjá Barcelona og Mohamed Salah hjá Liverpool. Líklegustu konurnar til að vinna Gullknöttinn í ár eru Aitana Bonmati og Alexia Putellas hjá Barcelona og Mariona Caldentey hjá Arsenal. Það stefnir þó í jafna keppni af því að þær spænsku Bonmati og Putellas urðu að sæta sig við silfur í báðum stórum Evrópukeppnunum. Meðal athyglisverðustu tilnefninganna í ár er skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sem fór frá Manchester United til Napoli fyrir síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari og leikmaður ársins á fyrsta tímabili í Seríu A. Stór hluti Evrópumeistaraliðs Paris Saint Germain er tilnefndur en alls eru níu leikmenn liðsins á listanum. Norski framherjinn Erling Braut Haaland hjá Manchester City er tilnefndur fimmta árið í röð. Átta af leikmönnunum sem eru tilnefndir spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru Declan Rice og Viktor Gyokeres hjá Arsenal, Cole Palmer hjá Chelsea, Florian Wirtz, Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Alexis Mac Allister hjá Liverpool og Haaland hjá Manchester City. Fjórar konur frá Norðurlöndum eru tilnefndar eða þær Caroline Graham Hansen og Frida Leonhardsen Maanum frá Noregi, Johanna Rytting Kaneryd frá Svíþjóð og Pernille Harder frá Danmörku. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Englands eru einnig á listanum eða þær Lucy Bronze, Hannah Hampton, Chloe Kelly, Alessia Russo og Leah Williamson. Williamson, Russo og Kelly unnu allar líka Meistaradeildina með Arsenal. 30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona 30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag á miðlum franska blaðsins L'Equipe. Líklegustu mennirnir til að vinna Gullknöttinn í ár eru Ousmane Dembélé hjá Paris Saint-Germain, Lamine Yamal hjá Barcelona, Raphinha hjá Barcelona og Mohamed Salah hjá Liverpool. Líklegustu konurnar til að vinna Gullknöttinn í ár eru Aitana Bonmati og Alexia Putellas hjá Barcelona og Mariona Caldentey hjá Arsenal. Það stefnir þó í jafna keppni af því að þær spænsku Bonmati og Putellas urðu að sæta sig við silfur í báðum stórum Evrópukeppnunum. Meðal athyglisverðustu tilnefninganna í ár er skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sem fór frá Manchester United til Napoli fyrir síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari og leikmaður ársins á fyrsta tímabili í Seríu A. Stór hluti Evrópumeistaraliðs Paris Saint Germain er tilnefndur en alls eru níu leikmenn liðsins á listanum. Norski framherjinn Erling Braut Haaland hjá Manchester City er tilnefndur fimmta árið í röð. Átta af leikmönnunum sem eru tilnefndir spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru Declan Rice og Viktor Gyokeres hjá Arsenal, Cole Palmer hjá Chelsea, Florian Wirtz, Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Alexis Mac Allister hjá Liverpool og Haaland hjá Manchester City. Fjórar konur frá Norðurlöndum eru tilnefndar eða þær Caroline Graham Hansen og Frida Leonhardsen Maanum frá Noregi, Johanna Rytting Kaneryd frá Svíþjóð og Pernille Harder frá Danmörku. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Englands eru einnig á listanum eða þær Lucy Bronze, Hannah Hampton, Chloe Kelly, Alessia Russo og Leah Williamson. Williamson, Russo og Kelly unnu allar líka Meistaradeildina með Arsenal. 30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona 30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal
30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona
30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal
Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira