Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2025 15:00 Bjarni var fínn félagi hins georgíska Ketsbaia sem átti erfitt með skapið. Hann gekk berserksgang eftir sigurmark gegn Bolton og Bjarni í stúkunni. Vísir/Getty Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01